Áskorun frá íslenskum læknum starfandi erlendis

Á aðalfundi Læknafélags Íslands þann 25. september 2014 viðurkenndi heilbrigðisráðherra áhyggjur sínar af læknaflótta frá Íslandi. Á sama tíma hafa kjarasamningar lækna legið lausir í 8 mánuði. Nýútskrifaður læknir á Íslandi á í dag erfitt með að framfleyta sér hvað þá fjölskyldu miðað við lágmarksframfærsluviðmið velferðararáðuneytisins ef unnin er 100% dagvinna og lítill áhugi virðist á að bæta kjör lækna. Þá er vinnuálag, vaktabyrði og starfsumhverfi á engan hátt sambærilegt við það sem gengur og gerist í nágrannalöndunum.

Undirritaðir eru læknar starfandi erlendis og hafa ekki hug á að snúa aftur til Íslands ef ekki verður gerð meiriháttar leiðrétting á kjörum strax. 


Anna Lind Kristjánsdóttir    Contact the author of the petition