Áskorun kennaranema

Við undirritaðir kennaranemar, á öllum stigum menntakerfisins, við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Listaháskóla Íslands skorum á sveitarstjórnir að meta að verðleikum mikilvægi kennarastarfsins, skoða vinnuaðstöðu kennara, það álag sem starfinu fylgir og kjör kennara og bæta þar úr. Stór hluti útskrifaðra kennara hefur á síðustu árum farið til annarra starfa en kennslu.  Það er ljóst að á komandi árum verður mikill skortur á kennurum. Miðað við þá stöðu sem nú er treystum við okkur ekki til að gera kennslu að ævistarfi á þeim kjörum sem í boði eru. Þau verða að batna og það fljótt. 


Ólöf Sighvatsdóttir    Contact the author of the petition