Áskorun til framkvæmdarstjórnar Háskólans í Reykjavík um að prófa Centris
Kæru HR-ingar!
Haustið 2015 hóf stýrihópur störf við val á nýju kennslukerfi, en á næstu árum á að leggja niður MySchool. Stýrihópurinn samanstóð meðal annars af tveimur ráðgjafahópum skipuðum af stjórnendum og nemendum skólans.Þau kennslukerfi sem komu til greina voru 4 talsins og þeirra á meðal var Centris. Daníel Brandur Sigurgeirsson, aðjúnkt í tölvunarfræðideild, hefur unnið að Centris í rúm þrjú ár ásamt á annað hundrað nemenda skólans.Öll kennslukerfin voru kynnt stýrihópnum og ráðgjafahópar nemenda og kennara skiluðu inn greinargerð um hvaða kerfi þeir teldu henta skólanum best. Í greinargerð kennara kom fram að prófa ætti Centris ef skólinn teldi heimasmíðað kerfi koma til greina. Í greinargerð nemenda kom fram að þeir töldu Centris henta skólanum best af kerfunum fjórum.Þrátt fyrir þessar niðurstöður ákvað verkefnastjórn stýrihópsins að prófa ætti tvö kerfi og hvorugt þeirra var Centris. Ráðgjafahópunum var ekki tilkynnt um ákvörðunina heldur heyrðu þeir af henni á göngum skólans. Með þessari ákvörðun er litið framhjá niðurstöðu ráðgjafahópanna, stærsta notendahóp kerfisins, sem og áralangri vinnu kennara og nemenda við skólann. Kerfið er sérsniðið að þörfum Háskólans í Reykjavík og því verður að teljast fráleitt að það fái ekki tækifæri á við hin kerfin. Sökum þessara vinnubragða hefur Daníel Brandur íhugað að segja upp störfum. Jafnframt spyrja fulltrúar nemenda sig af hverju þeim er boðið að taka þátt í ákvarðanatöku fyrir skólann ef skoðanir þeirra hafa ekkert vægi.Við viljum því leita til ykkar kæru nemendur og biðja ykkur að skrifa undir þennan undirskriftarlista þar sem við viljum gera kröfu um að Centris verði prófað ásamt hinum kerfunum tveim. Við hyggjumst afhenda undirskrifalistann formlega til framkvæmdastjórnar Háskólans í Reykjavík.Með því að skrifa undir eruð þið að standa vörð um ykkar hagsmuni og krefjast þess að hlustað sé á rödd ykkar þegar það kemur að því að taka ákvarðanir sem varða ykkur beint.
Jóhanna María Svövudóttir Contact the author of the petition
Announcement from the administrator of this websiteWe have closed this petition and we have removed signatories' personal information.European Union's General Data Protection Regulation (GDPR) requires a legitimate reason for storing personal information and that the information be stored for the shortest time possible. |