Bandalag Norður Atlantshafsríkja

Við undirrituð skorum á Alþingi Íslendinga að hefja tafarlaust undirbúning að umleitunum um myndum Bandalags Norður Atlantshafsríkja (héreftir kallað BNA) ásamt Noregi, Færeyjum og Grænlandi.

BNA mun á næstu tveimur áratugum ráða yfir stórum parti olíuframleiðslu heimsins með nýjum olíulindum við Færeyjar, Íslands og Grænlands sem með stuðningi Norðmanna mun verða unnin af fyrirtækjum innan bandalagsins.

BNA mun ráð yfir stórum hluta sjávarútvegskvóta heimsins í Atlantshafi, Barentshafi og Grænlandshafi og allur kvóti bandalagsins mun verða veiddur með samþykktum aðferðum og stuðla að sjálfbærni í greininni.

Bandalagið mun því eiga góða kosti á að vera með fríverslunarsamning við Evrópusambandið, Bandaríkin og Kína og verða þannig eitt af leiðandi efnahagsbandalögum heimsins.

Nýr gjaldmiðill BNA mun verða kallaður Atlantik og vísa til þess sem tengir þjóðir bandalagsins. Vonir standa til að gjaldmiðillinn geti tekið við af Bandaríkjadollar sem viðmiðunargjaldmiðill fyrir olíuviðskipti.

Umleitanir þessar munu tryggja Íslendingum auka þegnum hinna landa bandalagsins betri afkomu en áður og stöðugri efnahag.


Gunnar Freyr Róbertsson    Contact the author of the petition