Hollvinir Hnoðrabóls- við viljum framtíðarlausn!
Við undirrituð óskum eftir því við sveitarstjórn Borgarbyggðar að fundin verði framtíðarlausn á húsnæðisvanda leikskólans Hnoðrabóls hið fyrsta og liður til þessa á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins endurskoðaður. Í dag rúmar leikskólinn 20 börn og er fullsetinn. Í ljósi mikillar uppbyggingar á svæðinu er nauðsynlegt að stækka skólann auk þess sem hann hefur starfað við ófullnægjandi aðstæður um árabil.
Við viljum veg leikskólans okkar sem mestan þannig að okkar blómlega samfélag geti haldið áfram að vaxa og dafna. Uppgangur svæðisins er ekki einungis til að sveitarstjórnarmenn geti minnst á hann á tyllidögum, mikilvægt er að hlúa að grunnstoðunum hér rétt eins og annarsstaðar í sveitarfélaginu og viljum við að allir íbúar sveitarfélagsins sitji þar við sama borð.
með kærri kveðju, Hollvinir Hnoðrabóls
Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Contact the author of the petition
The author of this petition has closed this petition.Announcement from the administrator of this websiteWe have removed signatories' personal information.European Union's General Data Protection Regulation (GDPR) requires a legitimate reason for storing personal information and that the information be stored for the shortest time possible.  |