Verndum Drekasvæðið gegn olíuvinnslu / Protect Iceland's Dreki Area against oil drilling

(English version below)

Árið 2007 ákvað þáverandi ríkisstjórn að bjóða út olíuleitarleyfi í norðausturhluta lögsögu Íslands, á Drekasvæðinu svokölluðu. Síðan þá hafa verið gefin út tvö rannsóknarleyfi en ef leitin heldur áfram gætu tilraunaboranir hafist eftir nokkur ár.

Nú er hins vegar ljóst, eftir Parísarsamkomulagið 2015, að olíunotkun í heiminum verður að dragast verulega saman til að sporna við áhrifum loftslagsbreytinga. Þetta tók fráfarandi ríkisstjórn undir með því að staðfesta samkomulagið en þrátt fyrir það stendur orðrétt í fjárlagafrumvarpi 2017: “Þá er unnið að frekari rannsóknum á hugsanlegum olíu- og gasauðlindum og undirbúningi að vinnslu ef rannsóknarniðurstöður gefa tilefni til þess.”

Þetta er mikilvægt að leiðrétta en olíuleit á Drekasvæðinu myndi stangast á við áform Íslands um að draga úr olíunotkun, ásamt því að skapa hættu fyrir sjávarlífríki í lögsögu Íslands.

Ungir umhverfissinnar og undirritaðir hvetja því ríkisstjórn Íslands til að taka skýra og ábyrga stefnu í þessu máli, þ.e. með því að friða Drekasvæðið gagnvart olíuleit.

 

(Mynd fengin á vef Orkustofnunar, 12.12.2016: http://www.orkustofnun.is/media/annad-utbod/Dreki-yfirlitskort.jpg)

 

---

English version:

In 2007 the government of Iceland decided to offer licences for exploration and production of oil on the Icelandic continental shelf, in the Dreki Area (the Atlantic, northeast of Iceland, on the Jan Mayen Ridge, between Iceland and the island of Jan Mayen). Two licences are currently in effect and if the exploration continues, experimental drilling might start in a few years from now.

However, after the 2015 Paris agreement, it is clear that the global community must radically decrease the use of fossil fuels. The Icelandic government accepted this by ratifying the Paris agreement but despite this the government budget for 2017 explicitly states continued oil exploration.

This must be corrected since oil exploration in the Dreki Area would compromise Iceland’s intent to use less fossil fuel, as well as creating hazards for Iceland’s fishing industry.

By signing this petition we therefore encourage the Icelandic government to form a clear and responsible policy in this matter, by protecting the Dreki Area against further oil exploration.

 

Ungir umhverfissinnar: http://www.umhverfissinnar.is/


Erla Guðný Helgadóttir    Contact the author of the petition